*

Menning & listir 7. september 2017

Átakanleg auglýsing Á allra vörum

Fjölmennt var í Hörpu í gær þegar herferðinn Á allra vörum var formlega hrundið af stað. Auglýsing herferðarinnar var frumsýnd í boðinu og vakti mikil viðbrögð enda afar átakanleg.

Við eigum ekki orð til að lýsa því botnlausa þakklæti sem við finnum til allra þeirra sem hafa lagt sitt af mörkum við gerð auglýsingarinnar og herferðinnar allrar, ,“ segir á heimasíðu Á allra vörum eftir vel lukkað boð í Hörpu í gær þar sem auglýsing herferðarinnar þetta árið var frumsýnd. 

SKOT Productions  framleiddi auglýsinguna í ár en þær nöfnur Thora Hilmarsdóttir, leikstjóri auglýsingarinnar og Sigríður Thora Ásgeirsdóttir framleiðandi voru þar fremstar í flokki. PIPAR/TBWA er auglýsingastofa átaksins en fólkið þar verið í samstarfið við Á allra vörum í sjö ár í röð.

Tökur fóru fram í ágúst og þar var einnig stór hópur manna og kvenna sem komu að og gáfu vinnu sína af einstakri góðmennsku og kærleika. 

Hér má sjá auglýsinguna sem snertir óneitanlega við hverjum sem á horfir:
https://www.facebook.com/aallravorum.is/videos/10155657284669293/