*

Hitt og þetta 15. nóvember 2013

Atburðir sem stöðva heilu þjóðirnar

Það er ekki bara á Íslandi sem heilt þjóðfélag lamast í kringum atburð eins og landsleik.

Á meðan landsleikurinn stendur yfir verður sennilega lítið að gera í sundlaugum og bíóhúsum landsins. Og umferðin verður líklega ekki þung um helstu samgönguæðar borgarinnar. 

Nú þegar öll þjóðin býr sig undir stærsta knattspyrnuleik Íslandssögunnar, annað hvort með því að marínera kjúklingavængi eða klæða sig í kraftgallann, er vert að líta út í heim. Skoðum hvaða atburðir það eru sem setja aðrar þjóðir á hliðina.

Í áhugaverðri grein á Stuff.co.nz er farið um víða veröld og skoðað hvaða atburðir lama heilu þjóðirnar tímabundið.

The Super Bowl í Bandaríkjunum. Grill, bjór og amerískur fótbolti í heilan sunnudag. Og ekkert annað.

Hockey Day í Kanada. Einn dagur á ári sem helstu hokkílið Kanada spila hvert við annað.

Verkfall í Frakklandi. Frakkar taka verkföll alvarlega.

The Selecao, Brasilía. Allir landsleikir brasilíska landsliðsins.

Hogmanay, Skotland. Margra daga hátíð í kringum áramótin.

Sjá fleira hresst um allan heim í greininni góðu hér.

Stikkorð: Örvænting  • Landsleikur  • Brjálæði  • Æsingur