*

Menning & listir 17. maí 2013

Átta kvikmyndir sem vert er að sjá í sumar

Von er á mörgum góðum kvikmyndum í sumar. Hér koma þær átta kvikmyndir sem Breska ríkisútvarpið mælir sérstaklega með.

BBC mælir sérstaklega með eftirfarandi kvikmyndum sem verða frumsýndar nú í maí og júní: 

Pedro Almadóvar leikstýrir myndinni I´m So Excited sem er í anda fyrri mynda hans, eins og Women on the Edge of a Nervous Breakdown. Penelope Cruz og Antonio Banderas koma fyrir í litlum hlutverkum.

The Great Gatsby er mynd sem beðið hefur verið eftir lengi. Myndin, sem er gerð eftir skáldsögu F. Scott Fitzgerald, er í leikstjórn Baz Luhrmann sem leikstýrði Moulin Rouge. Leonardo di Caprio fer með aðalhlutverk og Carey Mulligan leikur Daisy Buchanan, ástkonu hans.               

We Steal Secrets: The Story of WikiLeaks er heimildamynd eftir Alex Ginbey sem sló í gegn með myndir sínar Taxi to the Dark Side og Enron: The Smartest Guy in the Room.

The Hangover Part III í leikstjórn Todd Phillips verður frumsýnd í maí. Myndin er þriðja og lokamyndin. Fyrsta Hangover myndin sló í gegn en önnur hlaut slaka dóma. Bradley Cooper, Ed Helms og Ken Jeong eru mættir til leiks og John Goodman leikur glæpaforingja.

Before Midnight er þriðja mynd leikstjórans Richard Linklater um Celine og Jessie sem leikin eru af Julie Delpy og Ethan Hawke. Í fyrstu myndinni, Before Sunrise, hittist parið á ráfar um Vín í heila nótt. Í Before Sunset, hittast þau í París níu árum síðar og nú hittast þau enn á ný, 20 árum eftir fyrsta fundinn, á Grikklandi.

Star Trek into Darkness er framhald að endurgerð Star Trek myndarinnar í 3D. Flestir leikarar úr upphaflegu myndinni eru mættir aftur til leiks, Chris Pine, Zachary Quinto og Zoe Saldana snúa aftur í hlutverk Kirk, Spock og Lt Uhuru. Leikstjóri er JJ Abrams.

Frances Ha fjallar um unga konu sem er nýútskrifuð úr háskóla. Fylgst er með því hvernig henni gengur að fóta sig í New York borg. Noah Baumbach leikstýrir og kærasta hans, leikkonan Greta Gerwig leikur aðalhlutverkið.

The Bling Ring er byggð á raunverulegum atburðum. Myndin fjallar um unglinga sem sækja í félagsskap fræga fólksins og nota síðan tækifærið og ræna heimili þeirra. Sofia Coppola leikstýrir myndinni og Emma Watson og Israel Broussard leika í myndinni. Myndin verður frumsýnd í júní.