*

Hitt og þetta 11. desember 2013

Átta viðvörunarbjöllur í atvinnuviðtalinu

Flestir reyna eins og þeir geta að koma vel fyrir í atvinnuviðtali. En það er líka mikilvægt að vera á verði gagnvart fyrirtækinu.

Þegar fólk fer í atvinnuviðtal leggur það jafnan mikla áherslu á að koma vel fyrir. Passað er upp á málfar, klæðaburð, stundvísi og alla framkomu. Fólk er oft búið að læra sögu fyrirtækisins, sem það hefur áhuga á að vinna hjá, utanbókar. 

En hvað ef fólk mætir síðan í viðtalið og manneskjan sem á að taka viðtalið er sein, baktalar fólk og man ekki hvað neinn heitir? Á Forbes.com er grein þar sem talin eru upp átta atriði sem gætu verið vísbending um að fyrirtækið sé ekki þess virði að vinna fyrir: 

  1. Sú/sá sem tekur viðtalið er óstundvís. 
  2. Sú/sá sem tekur viðtalið talar illa um þann/þá sem þú tekur við af. 
  3. Enginn er búinn að lesa ferilskrá þína. 
  4. Tilvonandi yfirmaður þinn á erfitt með að útskýra nákvæmlega hvað felst í starfinu. 
  5. Starfsmannaveltan í fyrirtækinu er há.
  6. Fyrirtækið hefur slæmt orð á sér. Fólk talar illa um það á netinu. 
  7. Sá/sú sem tekur viðtalið spyr persónulegra spurninga sem snúast um einkalíf þitt. 
  8. Sá/sú sem tekur viðtalið skoðar tölvupóstinn sinn á meðan á viðtalinu stendur.
Stikkorð: Atvinnuviðtal