
Nýr Phantom VIII er með 6,75 lítra V2 vél með tveimur forþjöppum. Vélin skilar bílnum alls 563 hestöflum og togið er 664 Nm. Bíllinn verður aflmeiri en fyrri gerð. Bíllinn er með nýrri 8 hraða sjálfskiptingu frá ZF sem á að skila silkimjúkum akstri enda Rolls Royce rómaður fyrir frábæra aksturseiginleika bíla sinna.
Phantom VIII er með nýjum undirvagni sem Rolls Royce ætlar að nota í öðrum bílum sínum og verða nýjar kynslóðir Ghost, Wraith og Dawn búnar þessum nýja undirvagni.
Það væsir ekki um ökumann og farþega sem sitja í gæðasætum með þykku leðri. Afturí er gríðarlega mikið pláss og eiginlega skylda að drekka kampavín afturí í svona bíl enda fylgir kæligeymsla fyrir drykki. Þessi nýi bíll mun eins og fyrri gerðir þessa lúxusbíls sæma sér vel fyrir þjóðhöfðingja og önnur fyrirmenni.