*

Hitt og þetta 3. janúar 2016

Auðæfi Hitlers

Talið er að þegar Hitler lést hafi auður hans numið um 715 milljörðum íslenskra króna.

Adolf Hitler varð leiðtogi Nasistaflokksins árið 1921. Ellefu árum síðar bauð Hitler sig fram gegn forsetanum Paul von Hindenburg og fékk 36,7% atkvæða í seinni umferðinni. Hindenburg fékk hins vegar 53%. Hindenburg féllst á að gera Hitler að kanslara í janúar 1933, eftir margra mánaða þrátefli. Í kosningum í mars 1933 fékk Nasistaflokkurinn 43,9% atkvæða.

Hitler fékk Hindenburg til að stórauka völd kanslaraemb­ættisins, takmarka frjálsa fjölmiðlun, leysa upp Sósíalistaflokkinn og handtaka 4.000 meðlimi hans. Hindenburg lést í ágúst árið 1934 og þá tók Hitler sér alræðisvald, kallaði sig foringja og kanslara. Ævi Hitlers og verk hans eru vel þekkt. Hann var einn mesti fjöldamorðingi sögunnar. Það hefur hins vegar lítið verið fjallað um auðævi Hitlers. Hitler var fátækur framan af ævinni og er sagður hafa skammast sín fyrir það. Eftir að hann varð kanslari batnaði fjárhagurinn, rétt eins og hjá öðrum einræðisherrum.

Upplýsingar um fjárhag Hitlers eru brotakenndar. Bandamenn; Bandaríkjamenn, Bretar og Rússar, töldu Hitler ágætlega stæð­an, að eignir hans væru um 100 milljónir króna á núverandi verðlagi. Sagnfræðingar eru almennt sammála um að ein af helstu tekjulindum Hitlers hafi verið bók hans, Mein Kampf. Hún seldist ágætlega áður en Hitler varð kanslari. Á útgáfuárinu seldist hún í um 9.000 eintökum en Hitler fékk engar tekjur af þeirri sölu. Árið 1930 tók salan stökk í 55 þúsund eintök.

Nánar er fjallað um málið í tímaritinu Áramót sem kom út 30. desember síðastliðinn. Áskrifendur Viðskiptablaðsins geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Mein Kampf  • Nasistar  • Adolf Hitler