*

Bílar 11. september 2013

Audi frumsýndi nýjan sportbíl

Ný blæjuútgáfa af A3, Quattro sportbíll, endurgerður A8 og hugmyndsportbíll var framlag Audi í Frankfurt.

Þýsku bílaframleiðendurnir eru á heimavelli á bílasýningunni í Frankfurt. Þeir eru með lang stærstu sýningarsvæðin og þar er því mesta lífið.

Audi er stærsti lúxusbílaframleiðandi Þýskalands í dag en bæði BMW og Mercedes Benz hafa sagst ætla að ná fyrsta sætinu áður en árið 2020 er út.

Hugmyndabíllinn nanuk

Audi frumsýndi hugmyndasportbílinn nanuk. Ólíklegt er að hann verði nokkurn tímann smíðaður í núverandi mynd en í honum er margt skemmtilegt að finna.

Má þar fyrst nefna fjórhjólastýri, en afturdekkinn geta beygt í 90 gráður.

Bíllinn er með V10 díselvél sem skilar 544 hestöflum. Ekki verður annað sagt en útlitið sé sérstakt.

Sport quattro concept

Þrjátíu ár eru síðan Audi frumsýndi sport- og rallýbíliinn Sport quattro. Hann var kraftmikill sportbíll, 306 hestöfl, sem þótti mikið árið 1983.

Audi segir nýjan bíllinn enn vera á hugmyndastigi, en hann var fyrst kynntur 2010. Líklegt er að hann verði framleiddur í lítið breyttri mynd. Hann er með hybrid vél sem er 700 hestöfl.

Blæjuútgáfa af A3

Aldrei áður hefur blæjuútgáfa af A3 verið í boði og það verður að segjast að nýi bíllinn er mun fallegri en eldri útgáfa. Blæjubíllinn kemur í svipuðum vélum og sedan útgáfan, sem Viðskiptablaðið fjallaði um á dögunum, sem hentar betur fyrir íslenskar aðstæður.

Endurbættur A8

Audi gerir frekar mikið úr flaggskipinu A8 í Frankfurt. Mikill fjöldi slíkra bíla eru fyrir utan sýningarsvæði VW samsteypunnar og er eflaust svar við nýjum S bíl frá Mercedes Benz. Enda var Benz varla búinn að kynna nýja S þegar A8 var endurbættur og fékk andlitslyftingu. Viðskiptablaðið fjallaði í lok ágúst um uppfærsluna.