*

Bílar 13. apríl 2013

Audi, Kia og Mercedes-Benz með bílasýningar

Þeir sem eru í gírnum og vilja skoða nýja bíla ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í dag.

Róbert Róbertsson

Bílaumboðið Hekla efnir til Audi quattro sýningar í dag í húsakynnum sínum að Laugavegi 170 -174, frá klukkan 12 og 16. Meðal sýningarbíla verða Audi A6 Allroad, A7 quattro, Q3 quattro, Q5 quattro og Q7 quattro.

Quattro fjórhjóladrifið kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1980 þegar Audi afhjúpaði hinn goðsagnakennda Quattro, bílinn sem heillaði marga bílaáhugamenn um heim allan.

Þá verður bílaumboðið Askja einnig með sýningu á Kia bílum á laugardag milli kl. 12-16 í húsakynnum sínum að Krókhálsi 11. Þar verður til sýnis bílafloti suður-kóreska bílaframleiðandans - Sorento, Sportage, Rio, Picanto, Optima og cee‘d.

Þá munu norðanmenn einnig fá eitthvað fyrir sinn snúð þar sem vegleg Mercedes-Benz bílasýning fer fram í menningarhúsinu Hofi á laugardag milli kl. 11 og 16. Meðal annars verður sýndur nýr A-Class, Bíll ársins 2013 á Íslandi, hinn vinsæli B-Class, fjórhjóladrifsbílarnir GLK og ML, auk nýja 7 manna jeppans GL. Einnig verða atvinnubílar Mercedes-Benz til sýnis, m.a. nýr Citan og hinn vinsæli Sprinter sem býðst í fjölmörgum útfærslum.

Stikkorð: Audi  • Askja