*

Matur og vín 1. febrúar 2014

Auðunn Atlason: Soðin svínseyru í Vilníus

Þorrinn er genginn í garð með tilheyrandi blótum og áti á súrum mat. En hvað finnst fólki um þetta allt saman?

Lára Björg Björnsdóttir

„Það væru ákveðnar ýkjur að tala um ást í þessu sambandi,“ segir Auðunn Atlason, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá ÖSE, um hvort hann elski þorramat. „Óttablandin virðing á betur við, svolítið eins og sjósund. Eitthvað sem allir þurfa að prófa en fá svo mögulega í magann af tilhugs­ uninni einni saman eftir það. Ef matur verður beinlínis bragðbetri við það að vera skolað niður með volgu íslensku brennivíni, þá segir það sína sögu. Þorrablótið sjálft er hins vegar allt annað mál, skemmtiatriði, söngur, dans og allt hitt fjörið,“ segir Auðunn.

Auðunn hefur reynt ýmislegt í heimi þorra­ blóta og lenti eitt sinn í óheppilegu atviki sem hann var svo góður að rifja upp fyrir okkur: „Hér er af nógu að taka en versta þorrarétt allra tíma fékk ég þó fyrir utan landsteinanna þegar ég snæddi eitt sinn soðin svínseyru í Vilníus við hliðina á prótokollstjóra litháíska utanríkisráðuneytisins sem fylgdist spenntur með viðbrögðunum. Það reyndi á.“

Nánar er rætt við Auðunn og fleiri um skoðanir þeirra á þorramat. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.

Stikkorð: Þorramatur  • Auðunn Atlason