*

Heilsa 27. október 2012

Auglýsa ekki góða skíðadaga

Starfsmenn á skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli undirbúa nú skíðatímabilið sem hefst von bráðar.

Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, segir að nú sé verið að stækka brettagarðinn og bæta aðstöðu fyrir brettafólk. Á virkum dögum virðist meirihlutinn koma í fjallið til að fara á bretti en um helgar er meirihlutinn á skíðum segir Einar.

„Það er oftast yngra fólk á brettum en svo er kjarni sem er um og yfir fertugt búinn að vera á brettum síðan þau komu fyrst til landsins.“ Þegar vel viðrar og skíðasvæðin hafa verið opin í nokkra daga er óþarfi að auglýsa svæðið, segir Einar. „Þá er alveg stöðugur straumur en þetta er eins og paradís á jörðu þegar það er fallegt veður.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Skíðasvæði  • Bláfjöll