*

Tölvur & tækni 10. mars 2014

Auglýsendur hafa auga með Google Glass

Búið er að búa til app fyrir þá sem eiga gleraugun frá Google.

Google Glass, nettengdu gleraugun frá Google, eru glæný og í höndum fárra sem stendur, en fyrirtæki eru þegar farin að undirbúa markaðsherferðir sérstaklega fyrir þetta fólk.

Kenneth Cole er fyrsta fyrirtækið sem hefur látið útbúa sérstakt smáforrit, eða app, fyrir græjuna vegna þess að ný tegund ilmvatns er á leiðinni frá fyrirtækinu. Forritið hvetur notendur til að taka myndir af sjálfum sér við það að gera góðverk.

Stikkorð: Google  • Google glasses