*

Tölvur & tækni 18. mars 2013

Augnablik á netinu

Intel infographic hefur tekið saman hvað gerist á internetinu á einni mínútu. Og það er ekkert lítið.

 Sextíu sekúndur á netinu eru viðburðarríkar ef marka má grein á Washington Post. Fyrirtækið Intel  hefur tekið saman hvað gerist á netinu á einni mínútu. Og tíminn líður svo sannarlega hratt í heimi internetsins.

Á einni mínútu sendum við 204 milljóna tölvupósta, við kaupum allskyns dót á Amazon fyrir um 83 þúsund dali eða tæpar 10,5 milljónir króna og sendum 100 þúsund twitter skilaboð. Sex nýjar Wikipedia greinar eru birtar, Google leitar að tveimur milljónum hluta og Facebook er skoðað sex milljón sinnum.

Á sama tíma fær vefsíðan Youtube 1,3 milljónir heimsókna, notendur Flickr hlaða upp 3.000 ljósmyndum og tónlistarveitan Pandora streymir um 61.141 klukkustund af tónlist.

Allt þetta þýðir að á hverri mínútu fara um 640.000 gígabæt af upplýsingum um netið. 

Stikkorð: Internetið