*

Veiði 25. ágúst 2013

Aukin gæsla í efri hluta Kjarrár

Lengi hefur verið orðrómur um veiðiþjófnað í efri hluta Kjarrár þegar sumri hallar.

Starir ehf., leigutakar Þverár/Kjarrár, hafa tekið sig til í samvinnu við veiðifélag árinnar og stóraukið gæslu í efri hluta Kjarrár, í svokölluðum störum og svartastokki. Lengi hefur verið orðrómur um veiðiþjófnað á þeim slóðum þegar sumri hallar, en nú á að uppræta það.

Í samtali við Vötn og veiði segir Ingólfur Ásgeirsson, einn eigenda Stara ehf., að þessi aukna gæsla sé liður í langtímaplani fyrirtækisins að byggja upp ána og vernda á alla vegu. Alltaf hafi verið orðrómur um að veiðiþjófar fari á þessar slóðir og nálgist þær frá tvídægru. Nú hafi vöktun þegar verið aukin, enda búið að ráða nýjan veiðivörð sem muni starfa með þeim sem fyrir var.

Stikkorð: Þverá/Kjarrá