*

Hitt og þetta 27. apríl 2005

Aukin markaðshlutdeild hjá EMC

Sjötta árið í röð hefur markaðshlutdeild EMC á heimsvísu aukist. Meðal tíu umsvifamestu fyrirtækja í gagnageymslulausnum varð aukningin mest hjá EMC á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningarfyrirtækisins Gartner. Aukningin milli ára hjá EMC nam rúmlega tveimur prósentustigum og hlutfall fyrirtækisins í nýjum samningum á árinu nam 29,5%. Þessar fréttir koma í beinu framhaldi af tilkynningu um afkomu EMC á fyrsta ársfjórðungi sem sýndi 26% veltuaukningu milli ára.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.