*

Menning & listir 5. maí 2012

Austur-Evrópubúar hrifnir af íslenskri tónlist

Kristján Freyr Halldórsson í Reykjavík! og Prins Póló segir að velgengni einnar sveitar auðveldi hinum lífið.

Þjóðverjar og Austur-Evrópubúar virðast vera opnari fyrir nýrri íslenskri tónlist en Vestur-Evrópubúar, að sögn Kristjáns Freys Halldórssonar, sem er meðlimur í hljómsveitunum Reykjavík! og Prins Póló, sem báðar hafa gert töluvert af því að spila erlendis.

„Ég kann ekki skýringu á þessu, en svona horfir það við mér.“ Kristján segir að hann sé mjög ánægður með þann anda sem ríkir meðal íslenskra tónlistarmanna núna hvað varðar velgengni hljómsveita erlendis. „Auðvitað væri auðvelt fyrir fólk að öfundast út í Of Monsters and Men af því þeim gengur svo vel úti. Raunin er bara sú að þegar þau spila fyrir erlenda áhorfendur gera þau okkur hinum auðveldara að komast út að spila.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Tónlist  • Prinspóló  • Reykjavík!