*

Heilsa 14. apríl 2013

Ávextir og og grænmeti lækka ekki blóðþrýsting

Neysla á ávöxtum og grænmeti stuðlar ekki að lægri blóðþrýstingi samkvæmt nýjustu rannsóknum.

Í rannsókn, sem gerð var á 4680 miðaldra fólki í Japan, Kína, Bandaríkjunum og Bretlandi, kom í ljós að neysla á avöxtum og grænmeti stuðlar ekki að lægri blóðþrýstingi. Þetta kemur fram á fréttasíðunni Stuff.co.nz.

Þessar niðurstöður ganga þvert á niðurstöður sambærilegra rannsókna sem hingað til hafa verið gerðar. Í þeim hefur komið í ljós að neysla á ávöxtum og grænmeti lækki blóðþrýsting.

Samkvæmt þessum nýju niðurstöðum er hlutverk ávaxta þegar kemur að blóðþrýstingi óljóst.

Flestir læknar vilja þó meina að neysla á ávöxtum og grænmeti sé hið besta mál þegar bæta á mataræðið og stuðla að betri heilsu.