*

Hitt og þetta 23. júlí 2013

Bakpoki sem bjargar lífi þínu

Búið er að hanna bakpoka sem gæti bjargað mannslífum en pokinn gegnir sama hlutverki og skjöldur.

Flestir sem fara í bakpokaferðalög forðast stríðsátakasvæði og lönd þar sem ferðamenn eru beinlínis skotmörk. En slysin, svo ekki sé talað um árásirnar, gera sjaldnast boð á undan sér. Og þá er gott að búið sé að hanna bakpoka sem getur bjargað lífi eigandans lendi hann til dæmis í skot- eða sprengjuárás.

Hönnuðurinn heitir Hila Raam og er iðnhönnuður frá Jerúsalem. Á bakpokanum er sérstök hetta sem má vippa yfir höfuð og háls. Aðrir hlutar bakpokans vernda hjartað, lifrina, nýrun og önnur mikilvæg líffæri.

Ekki er enn búið að fjöldaframleiða pokann en hann þykir efnilegur því hann lítur sæmilega út og þjónar hlutverki sínu ágætlega sem bakpoki. Og síðan getur hann bjargað mannslífum ofan á allt saman. Slíkt verður seint metið til fjár. Lesið nánar um bakpokann hér

Stikkorð: varúð  • Ferðalög  • Hættulegt  • Örvænting  • Glundroði