*

Sport & peningar 30. maí 2014

Ballmer kaupir líklega Clippers

Líklegast þykir að fyrrverandi forstjóri Microsoft muni kaupa LA Clippers.

Steve Ballmer, fyrrverandi forstjóri Microsoft, bauð hæst í Los Angeles Clippers og er líklegur til þess að kaupa liðið. Tilboð hans hljóðaði upp á 2 milljarða bandaríska dali. Þetta fullyrðir Los Angeles Times.

Á vef Forbes segir að ef salan verði fullkláruð muni Ballmer hugsanlega flytja liðið til Seattle. Ástæðurnar fyrir því eru nokkra. Í fyrsta lagi býr Ballmer í Seattle. Hann mótmælti opinberlega þegar ákveðið var að flytja Seattle Supersonics til Oklahoma. Hann bauðst til þess að fjármagna byggingu nýrrar íþróttahallar í Seattle fyrir Sonics og hann bauð í Sacramento Kings á síðasta ári í þeim tilgangi að flytja liðið til Seattle.

Forbes tekur þó skýrt fram að hingað til hafi Ballmer fullyrt að hann myndi hafa liðið áfram í Los Angeles, en það kunni að vera almannatengslabrella. 

Stikkorð: Ballmer