*

Menning & listir 13. maí 2014

Baltasar leikstýrir hugsanlega Reykjavík

Baltasar Kormákur mun hugsanlega leikstýra Michael Douglas og Cristoph Waltz

Baltasar Kormákur á í viðræðum við framleiðendur myndarinnar Reykjavík, sem fjallar um leiðtogafundinn í Höfða, um að leikstýra myndinni. Þetta er fullyrt á vef tímaritsins Variety. 

Framleiðendur myndarinnar eru Ridley Scott og Mike Newell. Verkefnið hefur verið nokkuð lengi í undirbúningi. Töluvert er liðið síðan ákveðið var að Michael Douglas myndi taka að sér hlutverk Ronalds Reagan, forseta Bandaríkjanna, í myndinni og Christopher Waltz myndi taka að sér hlutverk Mikhails Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna.

Leiðtogafundur þeirra Reagans og Gorbachevs í Höfða í Reykjavík fór fram árið 1986. Sumir telja að fundurinn marki upphafið að enda Kalda stríðsins.