*

Menning & listir 7. maí 2012

Banana Republic hannar föt í anda Mad Men

Þeir sem vilja vera klæddir eins og Don Draper í Mad Men geta nú látið draum sinn rætast. Föt í anda þáttanna eru að koma í búðir.

Bandaríski fataframleiðandinn Banana Republic og framleiðendur sjónvarpsþáttanna Mad Men hafa samið um að setja á markað fatalínu í anda aðalpersóna þáttanna. Þetta ætti að gleðja aðdáendur sem vilja dressa sig upp í anda auglýsingastjórans Don Draper, aðalpersónu þáttanna, og sem ein af þeim kvenmönnum sem þar koma fyrir í hlutverkum eiginkvenna og ritara. 

Þeir sem klæðast fötunum nýju eru kannski alveg fremstir í tískunni enda eiga þættirnir að gerast snemma á sjöunda áratug síðustu aldar.  

Þetta er í annað sinn sem Banana Republic setur á markað fatalínu í þessum anda. 

Þeir sem áhuga hafa á þáttunum og vilja spígspora um götur borgarinnar eins og keðjureykjandi drykkjurútar eða ritarar þeirra í bandarískum auglýsingaheimi fyrir fimmtíu árum geta skoðað fötin í netútgáfu bandaríska stórblaðsins The Washington Post.

Stikkorð: Mad Men  • Banana Republic