*

Sport & peningar 24. apríl 2013

Bandaríska ríkið í mál við Lance Armstrong

Bandaríski pósturinn styrkti hjólreiðamanninn Lance Armstrong um tugi milljóna dala og vill féð til baka.

Bandaríska ríkið hefur höfðað mál gegn reiðhjólakappanum Lance Armstrong og vill fá bætur vegna tugmilljóna dollara styrkja sem bandaríski pósturinn, USPS, gaf reiðhjólaliði Armstrong á árunum 1998 til 2004.

Armstrong hefur viðurkennt að hafa notað ólögleg lyf til að fá forskot á aðra keppendur í Tour de France reiðhjólakeppninni og námu styrkir USPS á þessum árum alls 40 milljónum dala.

Samkvæmt bandarískum lögum gæti ríkið krafist mun hærri fjárhæðar, eða ríflega 100 milljóna dala, vegna þess að Armstrong tók við styrkjunum á fölskum forsendum.