*

Bílar 4. apríl 2012

Aston Martin og Bang & Olufsen

Aston Martin er meðal fjögurra lúxusbílaframleiðenda sem bjóða B&O hljómtæki í bíla sína fyrir þá sem vilja einstök hljómgæði.

Hljómtækin frá hinum danska Bang & Olufsen (B&O) eru þekkt fyrir fallega hönnun og einstök hljómgæði. Hljómtækjaframleiðandinn hefur nú sótt á ný mið í kjölfar kreppunnar og er sala hljómtækja þeirra í bíla orðin fimmtungur af veltu fyrirtækisins.

B&O bauð fyrst uppá hljómtæki í bíla árið 2009 og á fyrirtækið nú í samstarfi við lúxusbílaframleiðurna Aston Martin, Mercedes Benz AMG, BMW og Audi.

Kaupendur dýrari bíla frá framleiðendunum geta valið Bang & Olufsen hljómtæki sem aukabúnað. En það kostar sitt.

Bresku sportbílarnir frá Aston Martin hafa um nokkra áratuga skeið notið mikilla vinsælda efnafólks. Yngri kynslóðirnar þekkja bílanna helst úr kvikmyndunum um ævintýri njósnara hennar hátignar, James Bond. Fyrsti bíllinn undir merkjum Aston Martin, DB5, kom í fyrsta sinn fram í kvikmyndinni Goldfinger árið 1964.

Mörgum bílaáhugamönnum finnst vélarhljóðið í DB9 einstakt. Vilji fólk einnig leyfa eyrum sínum að njóta hljómgæða úr B&O-tækjunum kostar slíkur munaður tæp 5.000 pund, sem jafngildir liðlega einni milljón króna. Eins og sjá má á myndbandinu og myndunum eru græjurnar ekki síður fyrir augað en eyrun. 

 

 

 

  

Stikkorð: Audi  • BMW  • Bang og Olufsen  • Bang & Olufsen  • Mercedes Benz AMG  • Aston Martin