*

Sport & peningar 1. febrúar 2013

Bankafólk sýndi tilþrif - myndir frá fótboltamótinu

Fótboltamót fjármálafyrirtækja var haldið í fjórtánda sinn um síðustu helgi og var hart tekist á um boltann.

Eins og vb.is sagði frá fyrr í vikunni fór lið Íslenskra verðbréfa og T Plús með sigur af hólmi í karlaflokki Fótboltamóts fjármálafyrirtækja, sem haldið var um síðustu helgi. Er þetta í fyrsta skipti frá því að mótið var haldið fyrst árið 1999 sem mótshaldararnir í Íslenskum verðbréfum fara með sigur af hólmi.

Það sama er ekki hægt að segja um kvennalið Íslandsbanka, en það hefur sigrað í kvennaflokki fjögur ár í röð. Mótshaldarinn, Hjörvar Maronsson hjá ÍV, segir mótið eins konar uppgjörshátíð fjármálafyrirtækja og hefur áhuginn aldrei verið meiri en í ár. Alls sendu sautján fyrirtæki tuttugu og sex lið í keppnina og voru kvennaliðin sex talsins og hafa aldrei verið fleiri.

Eins og sjá má á eftirfarandi myndum var hart barist á vellinum og tilþrifin mikil. Myndirnar tók Þórir Tryggvason.

Seðlabanki Íslands sendi lið í keppnina, en ekki er hægt að sjá hvort boltinn er á leiðinni í markið eða framhjá því.

 

Hvergi var gefið eftir í keppninni um boltann.

 

Leikur Íslenskra verðbréfa og Enor var skemmtilegur og jafnvel þeir sem fjarri voru boltanum lögðu sig fram um að koma vel út á mynd.

 

Markmaður MP banka var heppinn í þetta sinnið.

 

Kvennalið Íslandsbanka er orðið vant því að fljúga með bikarinn suður.

 

Gestgjafarnir í Íslenskum verðbréfum unnu mótið með hjálp frá T Plús.