
Leikmönnum í ensku knattspyrnunni verður bannað að skrifa ummæli sem tengjast íþróttinni á samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter í sólarhring fyrir leik ef siðatillögur enska knattspyrnusambandsins ná fram að ganga.
Tillögurnar hafa ekki verið samþykktar en þeim er ætlað að koma í veg fyrir niðrandi ummæli um andstæðingana, þjálfara, leikmenn eða annað sem tengist íþróttinni.