*

Hitt og þetta 8. október 2013

Bar fyrir hobbita

Fyrir alla alvöru hobbita þá er kominn bar fyrir ykkur.

Ef þið eruð alvöru aðdáendur Lord of the Rings og Hobbit bókanna og kvikmyndanna þá er þetta barinn fyrir ykkur. Í bókunum er The Green Dragon Inn vinsæll pöbb meðal íbúa þorpanna Hobbiton og Bywater og er oft nefndur á nafn. Þegar Hringadróttinssögumyndirnar voru teknar upp var Hobbiton, heimabær Bilbo og Frodo, byggður við Matamata á Nýja Sjálandi og þar er nú hobbitasafn, rekið af bóndanum á staðnum.

Í fyrra opnaði svo pöbbinn The Green Dragon og þar geta gestir fengið sér hressingu eftir labbið um bæinn. Pöbbinn er mjög í anda myndanna og því auðvelt fyrir gesti að ímynda sér að þeir hafi yfirgefið þennan heim og stigið inn í Miðgarð Tolkiens.

Fleiri myndir af pöbbnum má sjá hér og einnig má heimsækja Facebook síðu græna drekans, því að sjálfsögðu eru hobbitarnir komnir á netið eins og aðrir.

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Stuð  • Gaman  • Fjör  • Hobbit