*

Ferðalög & útivist 12. maí 2013

Barbados gefur ferðamönnum inneignir

Forsvarsmenn í ferðaþjónustu á Barbados leita allra leiða til að fjölga ferðamönnum.

Forsvarsmenn ferðaþjónustu á eyjunni Barbados í Karíbahafinu ætla að gefa túristum sem sækja eyjuna heim inneignir upp á um þrjú þúsund krónur á dag. Inneignunum er ætlað að fjölga ferðamönnum og vonast er til þess að þeim fjölgi um fimmtán þúsund í ár.

Túristi.is greinir frá þessari óhefðbundnu aðferð og eiga Evrópubúar sem panta vikuferð til Barbados, fyrir 22. júní, von á um 200 dollara inneignarnótu á veitingahúsum, ferðaþjónustufyrirtækum og fleiri stöðum.

Stikkorð: Barbados