*

Sport & peningar 4. janúar 2014

Barcelona slær met á Facebook með 50 milljónir aðdáenda

Knattspyrnuliðið Barcelona nýtur gríðarlega vinsælda á Facebook og hefur nú slegið heimsmet í fjölda aðdáenda.

Knattspyrnuliðið Barcelona er fyrsta íþróttaliðið í heiminum sem er með yfir 50 milljónir aðdáenda á Facebook. Knattspyrnuliðið státar einnig af einni af 30 öflugustu Facebooksíðum í heiminum.

Þessi sögulegi árangur liðsins á Facebook er rakinn til mikilla vinsælda árið 2013 en þá fjölgaði vinum síðunnar um 11 milljónir.

Flestir aðdáendur eða vinir síðunnar eru frá Indónesíu (4,7 milljónir), Mexíkó (3,4 milljónir), Brasilíu (2,5 milljónir), Bandaríkjunum (2,1 milljónir) og Tyrklandi 1,7 milljón). Það íþróttalið sem á næst flesta aðdáendur er Real Madrid. Liðið á nú yfir 47 milljónir aðdáenda.

Forbes.com segir frá málinu á vefsíðu sinni.

Stikkorð: Fótbolti  • Barcelona