
Nordic Entertainment Group (NENT Group), stærsta streymisveita Norðurlanda, hefur nú útvíkkað einkarétt sinn á UFC á Norðurlöndum til Íslands, til loka árs 2021.
Frá og með þessari helgi geta aðdáendur UFC á Íslandi fylgst með öllum mikilvægustu augnablikum fremstu samtaka heims í blönduðum bardagalistum (MMA), þar á meðal hinum íslenska veltivigtarkappa Gunnari Nelson, á streymisveitu Nent Group, Viaplay.
Öllum UFC-viðburðum ársins verður streymt beint á Viaplay á Íslandi, auk þess sem bardagar í forkeppni verða sýndir þegar keppendur frá Norðurlöndum eiga í hlut. NENT Group er nú þegar með einkaréttinn á UFC í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi. UFC-sýningar Viaplay hefjast á Íslandi þann 30. ágúst með UFC Fight Night 175.
Viaplay hóf göngu sína á Íslandi í vor, en yfir 8% heimila landsins hafa nú þegar gerst áskrifendur að ýmist kvikmyndum og þáttum eða Total-pakkanum (kvikmyndir, þættir og íþróttir), að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
„Innkoma Viaplay á íslenskan markað hefur verið mjög árangursrík og fleiri stórir íþróttaviðburðir eru væntanlegir,“ er haft eftir Kim Mikkelsen, yfirmanni íþróttasviðs hjá NENT Group.
„UFC er hátindur hinna blönduðu bardagalista (MMA) og á sér um 300 milljónir áhangenda um allan heim. Íslenskir aðdáendur geta nú notið þess úr stúkusæti að fylgjast með Gunnari Nelson á stóra sviðinu, með sitt svarta belti og alla sína hæfileika í brasilísku jiu-jitsu, sem og alþjóðlegum stórstjörnum á borð við Khabib Nurmagaomedov skrifa áfram sögu UFC. Viaplay er nú heimavöllur UFC á öllum Norðurlöndunum og er nú án efa okkar helsti vettvangur þegar kemur að beinum útsendingum íþróttaviðburða.“
David Shaw, varaforseti UFC segir baradagasamtökin eiga „gríðarlega ástríðufulla aðdáendur á Íslandi“ og hlakki til að færa þeim risaviðburði á næstu mánuðum. „UFC hefur átt mjög árangursríkt samstarf við NENT Group gegnum tíðina, og við erum mjög spennt fyrir því að bæta Íslandi á listann og fullkomna þannig dekkun á öllum Norðurlöndunum.
Total-pakkinn hjá Viaplay á Íslandi kostar 1.599 krónur á mánuði. Auk einkaréttar á sýningum UFC á Íslandi er NENT Group með einkaréttinn á Formúlu 1 og NASCAR-kappakstrinum, þýsku Bundesligunni í handbolta, MLB-deildina í amerískum hafnabolta (Major League Baseball) og WTA í tennis (Women's Tennis Association).
Viaplay býður Íslendingum einnig upp á mikið úrval beinna útsendinga úr fótboltanum, m.a. úr þýsku úrvalsdeildinni, dönsku úrvalsdeildinni, skosku úrvalsdeildinni, hollensku úrvalsdeildinni, sænsku úrvalsdeildinni, efstu deild kvenna í Frakklandi (Division 1 Féminine), frönsku úrvalsdeildinni, þjóðadeildinni og keppni landsliða í Suður-Ameríku 2021 (Copa América).