*

Hitt og þetta 21. október 2013

Barþjónn slær í gegn með Creep – Myndband

Á litlum píanóbar á Upper East Side í New York tók barþjónn lagið í lok kvölds og sló í gegn.

Joe Ardizzone, barþjónn á Brandy´s Piano Bar á Upper East Side í New York, var búinn að tala sig hásan allt kvöldið við að afgreiða fullt fólk. Í lok kvölds stökk hann síðan upp á sviðið og tók númerið Creep með Radiohead. 

Söngur hans náðist á myndband og hefur vakið nokkra athygli á Youtube en hann þykir syngja af mjög mikilli innlifun og tjá tilfinningar sínar vel.  Gawker segir frá málinu á síðunni sinni hér

Hér má sjá myndbandið góða af Joe, hinum margþjáða barþjóni sem fékk loks að láta ljós sitt skína. Leikar fara verulega að æsast eftir 1 mínútu og 40 sekúndur. 

 

Stikkorð: Stuð  • Gaman  • Söngur