*

Sport & peningar 5. maí 2012

Beckham þénar mest á nærbuxunum

David Beckham er enn tekjuhæsti leikmaður heims.

Tekjur knattspyrnumanna af auglýsingasamningum nema árlega um 250 milljónum dala, rúmlega 31 milljarði króna. Þar af fór um 43% upphæðarinnar til þeirra tíu tekjuhæstu, sé litið til launa og annarra tekna leikmanna. Fyrirtæki eyða langmestum peningum í þessa vinsælustu íþrótt heims og greiða árlega milljarða til þeirra bestu. Hjá fyrirtækjum eins og Adidas, Nike, Puma, Pepsi og EA Sports eru íþróttamenn miðja auglýsingaherferða, og knattspyrnumenn fremstir meðal íþróttamanna.

Tímaritið Forbes tók nýverið saman tekjur þeirra leikmanna sem öfluðu mest á síðasta ári. Efstur á blaði er David Beckham. Þrátt fyrir að nálgast óðfluga fertugt þénaði Beckham 46 milljónir dala á síðasta ári, eða um 5,8 milljarða króna. Auglýsingar sænska fatarisans H&M, þar sem Beckham klæðist nærbuxum af nýjustu sort og engu öðru, eru stór þáttur í háum tekjum leikmannsins. Þar að auki er hann á samningi hjá Adidas, Samsung, Coty og Burger King.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.