*

Tölvur & tækni 10. september 2013

Beðið eftir Apple

Líklegt þykir að Apple kynni tvo nýja síma í dag.

Flestir telja nokkuð víst að stjórnendur bandaríska tæknifyrirtækisins Apple kynni tvær gerðir af nýjum iPhone-símum á ráðstefnu fyrirtækisins í dag. Talsvert hefur lekið út um það sem koma skal, s.s. að væntanlegur sé iPhone 5S með bættum örgjörva og einhverjum nýjunum auk þess sem hugsanlega geti kaupendur valið um síma í mismunandi litum. Þá er búist við því að Apple setji á markað ódýrari iPhone-síma en áður hefur sést. Talið er að hann geti fengið heitið iPhone 5C. 

Bandaríska tímaritið Computerworld segir á vef sínum sex sérfræðinga í tæknimálum hjá jafn mörgum fyrirtækjum ekki búast við því að þeim verði komið á óvart að öðru leyti en því að Apple hefur aldrei áður kynnt tvo síma á sama tíma. 

Miðillinn segir flesta bíða eftir því hvernig iPhone 5C komi til með að líta út og hvaða verðmiða Apple setur áhann. 

Stikkorð: Apple  • iPhone