*

Veiði 20. júlí 2014

Beðið eftir smálaxinum

Laxveiðin í sumar hefur verið mjög treg og munar mestu um að smálaxagöngur hafa ekki skilað sér sem skyldi.

Trausti Hafliðason

Laxveiðin í ár hefur vægast sagt verið mjög dræm. Verst hefur ástandið verið á Vesturlandi og þá sérstaklega í Borgarfirði. Á Suðurlandi hefur veiðin einnig verið frekar döpur en á Austurlandi hefur hún verið aðeins skárri. Svo virðist sem veiðin sé best fyrir norðan og sem dæmi eru ár eins og Hrútafjarðará, Laxá á Ásum, Blanda, Vatnsdalsá, Víðidalsá og Laxá í Aðaldal nokkurn veginn á pari við í fyrra.

Þorsteinn Þorsteinsson, frá Skálpastöðum, hefur haldið utan um veiðitölur fyrir Landssamband veiðifélaga í áratugi. Hann segir að tölurnar tali sínu máli. Þann 9. júlí hafi heildarveiðin í viðmiðunarám Landssambandsins verið 2.974 laxar samanborið við 4.353 þann 11. júlí árið 2012 en það var mjög lélegt ár í laxveiðinni á Íslandi, raunar eitt það versta frá því að mælingar hófust.

Þorsteinn tekur undir að veiðin hafi verið treg á Vesturlandi. „Mér finnst Faxaflóasvæðið vera að koma einna verst út og   aðalvandinn virðist vera í Borgarfjarðaránum,“ segir Þorsteinn. „Ástandið er aðeins betra á Breiðafjarðarsvæðinu og töluvert betra annars staðar á landinu og þá sérstaklega fyrir norðan. Blanda stendur þar upp úr með fína veiði og mjög góða meðalvigt.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.