*

Matur og vín 7. október 2014

Beikongerð í Garðabæ

Það er ekki óyfirstíganlegt að útbúa sitt eigið beikon. Það þarf þó þolinmæði og natni til að gera hið fullkomna beikon.

Edda Hermannsdóttir

Beikonaðdáendum hefur farið fjölgandi ef marka má áhuga á beikonhátíðinni sem haldin hefur verið hér á landi undanfarin ár. Kröfuhörðustu beikonaðdáendur láta ekki þunnsneitt pakkabeikon duga enda þarf þessi veislumatur að uppfylla ítrustu kröfur.

Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóri KOM almannatengsla, útbýr sitt eigið beikon eftir öllum kúnstarinnar reglum. „Þegar við fluttum heim frá Ameríku 2010 eftir þriggja ára dvöl í höfuðstað Bandaríkjanna vorum við orðin vön þverhandarþykku fleski. En hér heima var bara hægt að fá næfurþunnt beikon sem varla var hægt að bíta í. Eftir lestur á pistli „Læknisins í eldhúsinu“ um hve auðvelt væri að búa til beikon ákvað ég að prófa þetta.“

Friðjón segir aðferðina við beikongerðina auðvelda. Eftir að hafa horft á nokkurt magn af myndböndum á youtube byrjaði hann að prófa sig áfram. Fyrstu skammtarnir voru full saltir hjá honum en fljótlega fann hann rétta jafnvægið.

Nánar er fjallað um málið í Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.