*

Menning & listir 12. maí 2018

Benedikt Erlings fær góða dóma í Cannes

Nýjasta kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Woman at War eða Kona fer í stríð, hefur fengið góðar viðtökur á Cannes.

Nýjasta kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Woman at War eða Kona fer í stríð, hefur fengið góðar viðtökur á Cannes kvikmyndahátíðinni í Frakklandi sem nú er haldin í 71. sinn. Í dómi á vef Screendaily fær Halldóra Geirharðsdóttir lof fyrir túlkun sína á aðalpersónu myndarinnar. Halldóra fer með tvö hlutverk í myndinni því auk þess að leika aðalpersónu myndarinnar leikur hún einnig tvíburasystir aðalpersónunnar.

Persóna Halldóru, Halla, fer fyrir kór í myndinni en þess utan hefur hún einsett sér að knésetja íslenska hagkerfið með því að eyðileggja innviði þess, sérstaklega rafmagnsmöstur og raflínur - svo er henni allavega lýst af fjölmiðlum í myndinni. Í gagnrýninni er Halldóru hrósað sérstaklega fyrir túlkun sína og líkt við Jóhönnu af Örk í lopapeysu.

Myndin verður frumsýnd á Íslandi 23. maí.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is