*

Bílar 19. mars 2013

Bentley jeppi mjög líklega framleiddur

Jepinn verður ekki byggður á tilraunabílnum EXP 9 F.

Bentley jeppi mun að öllum líkindum verða framleiddur. Þetta segir Wolfgang Schreiber forstjóri Bentley Motors. BBC greinir frá þessu á vef sínum.

Jeppinn verður hins vegar endurhannaður frá grunni og því ekki byggður EXP 9 F tilraunabílnum. Líklegt má telja að hann verði byggður á grunni einhverra þeirra jeppa sem Volkswagen samstæðan framleiðir, eiganda Bentley. Til dæmis VW Toureg eða Audi Q7 ef það hentar.

Vonar forstjórinn að jeppinn verði til að auka sölu Bentley verulega. Búast má við að jeppinn komi á markað árið 2015 eða 2016 og verður að sögn Schreiber dýrasti jeppi í heimi.

Endanleg ákvörðun hvort Bentley jeppi líti dagsins ljós verður tekin á næstu vikum.

Viðskiptablaðið fjallaði um tilraunajeppann fyrir rétt rúmu ári.

Stikkorð: Bentley