*

Tölvur & tækni 14. október 2014

Bentley-týpan komin á snjallsímamarkaðinn

Lúxus-bílaframleiðandinn Bentley kynnti í dag nýjan snjallsíma sem er klæddur brúnu kálfaleðri og kostar litlar 2 milljónir króna.

Nýi Bentley-síminn nefnist „Vertu for Bentley" og er framleiddur í samstarfi við lúxus-símaframleiðandann Vertu. Fyrirtækið Vertu var stofnað árið 1998 og var í eigu Nokia til ársins 2012 en er nú í eigu EQT Partners.

Síminn er úr títanmálmi og að sjálfsögðu með Bentley-merkinu. Þar að auki er hann skrýddur safír-kristöllum og klæddur brúnu kálfaleðri.

Síminn keyrir á Android-stýrikerfinu og er með 4,7 tommu skjá. Hann er með 13 MP myndavél og 64 GB minni. Síminn kostar 10.700 pund eða ríflega 2 milljónir króna. Það þýðir að þessi sími eru um það bil 20 sinnum dýrari en nýi iPhone 6 síminn.