*

Hleð spilara...
Bílar 8. mars 2017

Mercedes-Benz frumsýnir 805 hestafla fjölskyldubíl

Hugmyndaútgáfu af fjögurra dyra Mercedes-AMG GT var frumsýnd í gær í Genf.

Mercedes-Benz frumsýndi í gær fjögurra dyra hugmyndaútgáfu af Mercedes-AMG GT á bílasýningunni í Genf.

Bíllinn verður búinn 4 lítra V8 vél með tveimur túrbínum auk rafmótors sem skilar 805 hestöflum. Bíllinn nær 100 km hraða á klukkustund á innan við þremur sekúndum.

Þýskir fjölmiðlar hafa velt því upp hvort bílnum sé ætlað að keppa á móti Porsche Panamera. 

AMG, sportbílahluti Mercedes-Benz, fagnar 50 ára afmæli í ár. Það var árið 1966 sem tveir ungir menn tóku S útgáfuna af Benz og breyttu honum í sportbíl. S útgáfan var þá, eins og nú, aðallega fyrir forstjóra og ráðherra.

Ráðherrarnir Gylfi Þ. Gíslason og Jóhann Hafsteinn eignust slíka bíla árið 1970, í hefðbundinni útgáfu.