*

Ferðalög 10. október 2013

Best að eiga vegabréf frá Bretlandi, Finnlandi og Svíþjóð

Ef ferðinni er heitið í heimsreisu er einfaldast að eiga vegabréf frá Bretlandi, Finnlandi eða Svíþjóð. Flóknara er að vera frá Afganistan.

Þegar litið er á vegabréfsáritanir þá er best að eiga vegabréf frá Bretlandi, Finnlandi og Svíþjóð en þessar þrjár þjóðir þurfa fæstar vegabréfsáritanir af öllum þjóðum heims. Þetta kemur fram í frétt á Stuff.co.nz.

Íbúar Bretlands, Finnlands og Svíþjóðar fá 173 stig í könnuninni sem þýðir að þeir geta komist til 173 landa án þess að þurfa vegabréfsáritun.

Löndin sem ná 172 stigum og sitja í öðru sæti eru Danmörk, Þýskaland, Lúxemborg og Bandaríkin.

Belgía, Ítalía og Holland ná 171 stigi, Kanada er með 170 stig og Sviss, Austurríki og Nýja Sjáland eru í fimmta sæti með 168 stig. Ísland er í níunda sæti með 165 stig. 

Verst er að eiga vegabréf frá Afganistan en það land fær aðeins 28 stig. Í næstu sætum koma Írak (31 stig), Sómalía og Pakistan (32 stig bæði).

Stikkorð: Vegabréf  • Vesen  • Vegabréfsáritun