*

Heilsa 27. október 2012

Best að hlaupa í léttum skóm

Rannsóknir sýna að betra er að hlaupa í léttum hlaupaskóm en berfætt.

Lítil sem engin fylgni er á milli hlaupastíls langhlaupara og árangurs þeirra, en með því er átt við hvort þeir lenda á hæl, miðfæti eða tábergi þegar þeir hlaupa. Kemur þetta fram í grein í New York Times, en þar er farið yfir nokkrar nýlegar rannsóknir á hlaupastíl.

Þá kemur einnig fram að hlauparar eyða minni orku í hlaup ef þeir eru í léttum hlaupaskóm samanborið við hlaup í þyngri skóm og ef þeir eru berfættir. Fjöðrunin sem fylgir skónum sparar orku, sem tapast ef hlaupið er skólaust.

Stikkorð: Hlaup