*

Menning & listir 17. september 2019

Besta list aldarinnar: Ragnar Kjartansson í baði

Listaverkið The Visitor eftir Ragnar Kjartansson er besta listaverk aldarinnar samkvæmt úttekt dagblaðsins Guardian.

Listaverkið The Visitor frá árinu 2012 eftir Ragnar Kjartansson var valið besta listaverk 21. aldarinnar af breska dagblaðinu Guardian. Verkið er tæplega klukkstunda löng myndbandsinnsetning, tekin upp í gamalli villu í New York og sýnir Ragnar í baði með gítar ásamt níu öðrum íslenskum tónlistarmönnum spila og syngja endurtekið lag eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur.  

Verkið sem er nefnt í höfuð á síðustu hljómplötu Abba var sýnt víða um heim við gífurlega góðar undirtektir. Segir Guardian frá því að sýningagestir hafi dolfallnir yfir verkinu, langflestir hafi horft á myndabandið til enda, tár hafi fallið og verkið vakið upp tilfinningar, allt frá sorg til alsælu. 

Viðtal er við Ragnar Kjartansson á vef Guardian í tilefni niðurstöðunar. Spurður um hvernig tilfinning það sé að hafa skapað besta listaverk 21. Aldarinnar segist Ragnar það fjandi góða tilfinningu. Auk þess sé hann aðdáandi hinnar kommúnísku vefsíðu dagblaðins. 

Ragnar segir gerð verksins hafa verið frábær tími, eins og draum um miðsumarsnótt. Hann hafi verið nýskilinn við eiginkonu sína, sem samdi lagið sem sungið er í verkiu, og dvalið í villunni ásamt vinum sínum í vikutíma. Verkið sé einhvers konar óður til æskunnar á tímamótum í lífi hans þar sem æskan sé að renna sitt skeið. 

Ragnar segist ekkert skilja í því að verkið hafi verð besta listaverk aldarinnar en auðvitað finnist engum svona listar skipta máli - nema þeir séu sjálfir á listanum. 

Stikkorð: Ragnar  • Kjartansson