*

Ferðalög & útivist 5. september 2013

Besta veitingahúsahverfið í Washington D.C.

Í dag þarf ekki að óttast 14. stræti í Washington D.C. Einu sinni hættulegt hverfi en er nú eitt besta veitingahúsahverfið í borginni.

14. stræti í Washington D.C. þykir besti staðurinn til að finna veitingastað í borginni. En hverfið í kringum 14. stræti var ekki alltaf svo hresst og fínt.

Gatan, sem liggur í gegnum norðvesturhluta borgarinnar, var eitt sinn hluti af mjög hættulegu hverfi. Þar var öllu rústað eftir að Martin Luther King var myrtur. Byggingar voru brenndar og lögreglumenn gengu um götur. Tuttugu árum síðar mátti enn sjá brenndar og yfirgefnar byggingar.

Í dag er öldin önnur og íbúðir í hverfinu kosta í kringum 500 þúsund dali og þá er verið að tala um þær sem eru í ódýrari kantinum. Í hliðargötum eru litlir garðar þar sem fínar jurtir eru ræktaðar við hlið fínna húsa sem búið að er að gera upp.

Huggulegar antíkvörur fást í krúttlegum búðum og fyrir fólk sem er í leit að betri bílum þá er Cadillac bílaumboð í hverfinu. Og þá að aðalatriðinu en á stuttum kafla á 14. stræti er allt morandi í góðum veitingastöðum. Bara á þessu ári hafa sjö nýir staðir opnað.

Sak Pollert, sem opnaði veitingastaðinn Rice árið 2003, segir að fyrir tíu árum síðan hafi enginn gengið um götur hverfisins, ekki einu sinni hundar. En í dag gangi fólk þar með hunda um miðja nótt. Nánari upplýsingar með má finna hér á The Wall Street Journal.