*

Matur og vín 1. júní 2013

Besti Bloody á Snaps

Útsendarar Viðskiptablaðsins smökkuðu Bloody Mary drykki á ýmsum stöðum á dögunum.

Farinn var rúntur um bari borgarinnar til að bragða hvernig þeim gengi að búa til klassískan Bloody Mary. Fyrst var stoppað á Snaps, sem framreiddi drykkinn í lágu glasi og fyllti upp með dökkum bjór. Hann var vel kryddaður og mjög góður.

Blóðuga Marían á Borg Restaurant slapp fyrir horn og er hægt að mæla með henni með brunchinum. Bloody á Hótel Holti var óspennandi og betra að sleppa. Sami drykkur á Slippbarnum myndi sóma sér vel í kokteilkeppni en var misheppnaður til drykkjar. Reyndar átti að „drekka“ hann með skeið.

Besti Bloody er á Snaps, sá versti á Slippbarnum.

Stikkorð: Snaps  • Bloody Mary  • Hótel Holt  • Slippbarnum  • Borg Restaurant