*

Ferðalög & útivist 23. september 2013

Besti flugvöllur í heimi verður betri

Changi flugvöllur í Singapúr, sem hefur verið valinn besti flugvöllur í heimi, stefnir að því að verða enn betri.

Changi flugvöllur í Singapúr hefur verið valinn besti flugvöllur í heimi. Í stað þess að sitja bara rólegir í toppsætinu ætla stjórnendur flugvallarins að gera hann enn betri og byggja við hann og bæta á næstu misserum.

Verkefnið gengur undir nafninu „gimsteinn“ eða „Project Jewel“. Á teikniborðinu er bygging sem mun rísa á þremur og hálfum hektara. Í byggingunni verða búðir, veitingastaðir og risastór garður með fossi, allt innandyra. Byggingin mun opna árið 2018.

Í tilkynningu frá flugvellinum kemur fram að bílastæðum mun fækka við framkvæmdirnar en þó mun móttökusalurinn, farangurssvæðið og leigubílasvæðið stækka. CNN segir frá málinu á vefsíðu sinni hér