*

Bílar 3. mars 2012

Besti ökumaður heims

Michael Schumacher er besti ökumaður heims ef marka má tölfræði F1. Átjánda tímabil Þjóðverjans í Formúlu 1 hefst í mars.

Michael Schumacher er besti ökumaður heims ef marka má tölfræði Formúlu 1 kappakstursmótaraðarinnar. Schumacher varð 43 ára í síðasta mánuði. Hann hóf keppni að nýju árið 2010 með Mercedes AMG Petronas eftir að hafa hætt keppni árið 2006.

Nýtt keppnistímabil hefst 16-18. mars. Laun Schumacher hafa ekki verið gefin upp af liði hans en þau eru talin nema um 4 milljörðum króna fyrir hvert keppnistímabil.

Schumacher hóf fyrst keppni í Formúlu 1 fyrir Jordan liðið árið 1992. Eftir aðeins eina keppnishelgi flutti hann sig til Benetton liðsins og sigraði F1 árin 1994 og 1995. Þá skipti hann um lið og fór til Ferrari og var þar til ársins 2006 þegar hann lagði hjálminn hilluna, í bili.

Schumacher sigraði F1 fimm sinnum með Ferrari og hefur því alls sigrað þessa helstu keppni akstursíþróttanna sjö sinnum, oftar en nokkur annar ökuþór. Síðustu tvö keppnistímabil hafa ekki verið Schumacher sérlega hagstæð og lenti hann í 9 sæti árið 2010 og 8 sæti í fyrra.

Svipmyndir frá ferlinum

Michael á æfingu í gær. (Hægt er að smella til að stækka myndir)

Með liðsfélaganum Nico Rosberg. 

Um borð í Ferrari árið 2006.

Schumacher hefur unnið 91 keppni í F1.

Ferillinn hófst í raun hjá Benetton Ford.

Fyrsti sigurinn með Benetton.