*

Ferðalög & útivist 27. maí 2013

Bestu baðstrendur í Bandaríkjunum

Hreinlæti, náttúrufegurð og næði eru meðal annars það sem baðströnd þarf að hafa til að komast á lista yfir bestu baðstrendur í Bandaríkjunum.

Listi Stephen P. Leatherman, eða Dr. Beach, yfir bestu baðstrendur í Bandaríkjunum er kominn út. Listans er beðið með óþreyju ár hvert enda þykir Leatherman mikill sérfræðingur í baðströndum.

Í fyrsta sæti er ströndin Main Beach í East Hampton á Long Island í New York fylki. Ströndin þykir falleg og hugguleg en í umsögn Leathermans kemur fram að þar megi sjá fyrirsætur tína upp rusl á meðan ríka og fræga fólkið liggur þar í sólinni öllum stundum.

Fylkin Flórida og Havaí eru með þrjár baðstrendur hvert á listanum. Hinar eru á austurströndinni, allt frá Karólínafylkjunum og upp eftir til Cape Cod.

Leatherman er stjórnandi rannsóknarstofu um strendur við Flórida International University í Míamí. Listinn hefur komið út síðan 1991 og eru 650 strendur skoðaðar og farið eftir fimmtíu atriðum til viðmiðunar. Meðal atriða sem eru skoðuð eru hreinlæti, útsýni, hávaði, mengun og öryggi.

Listann má sjá hér á Forbes.com og strendurnar sem komust á topp tíu eru:

  1. Main Beach, East Hampton, New York.
  2. Kahanamoku Beach, Honolulu, Havaí.
  3. St. George Island State Park, Florida.
  4. Hamoa Beach, Maui, Havaí.
  5. Waimanalo Bay State Park, Oahu, Havaí.
  6. Barefoot Beach Preserve County Park, Bonita Springs, Florida.
  7. Cape Florida State Park, Key Biscayne, Florida.
  8. Cape Hatteras, Norður-Karólína.
  9. Coast Guard Beach, Eastham, Cape Cod, Massachusetts.
  10. Beachwalker Park, Kiawah Island, Suður-Karólína. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Bandaríkin  • Sumarfrí  • Ferðalög  • Bandaríkin  • Baðströnd