*

Matur og vín 16. október 2018

Bestu barir í heimi á árinu 2018

Sá bar sem er talinn hafa skarað fram úr á árinu var Dandelyan en hann er staðsettur á Mondrian hótelinu í London.

Tímaritið Business Insider hefur nú birt lista yfir 50 bestu bari í heimi. Sá bar sem er talinn hafa skarað fram úr á árinu var  Dandelyan en hann er staðsettur á Mondrian hótelinu í London. Listinn yfir 50 bestu bari hefur verið birtur undanfarin 10 ár og er byggður á skoðunum yfir 500 sérfræðinga á sviði vínsmökkunar.

Á listanum eru barir frá um 26 borgum í 20 löndum en Bandaríkin og Bretland eiga flesta fulltrúa á listanum eða um 10 bari hverju landi. Af löndum í Asíu er Singapore með flesta fulltrúa á listanum eða 5 bari.

Hér að neðan er listi yfir þá 10 bestu:

  1. Dandelyan barinn í London, Bretlandi
  2. American bar í London, Bretlandi
  3. Manhattan barinn í Singapore
  4. The NoMad barinn í New York, Bandaríkjunum
  5. The Connaught bar í London, Bretlandi
  6. Bar Termini í London, Bretlandi
  7. The Clumsies í Aþenu, Grikklandi
  8. Atlas barinn í Singapore
  9. Dante barinn í New York, Bandaríkjunum
  10. The Old Man barinn í Hong Kong

Listann í heild sinni má sjá hér