*

Ferðalög 17. október 2013

Bestu borgir í heimi

Condé Nast Traveler hefur gefið út lista yfir bestu borgir í heimi.

Condé Nast Traveler birti í gær lista yfir bestu borgirnar, hótelin og flugfélögin.

Listinn í ár er sá stærsti í sögunni en yfir 1,3 milljón manna greiddu atkvæði og yfir 16 þúsund byggingar voru skoðaðar.

Í flokknum 25 bestu borgir í heimi kom ýmislegt á óvart. París er neðarlega á listanum eða í 22. sæti á meðan Bruges í Belgíu og Höfðaborg í Suður-Afríku eru saman í 11. sæti.

Búdapest og Flórens eru saman í öðru sæti á meðan San Miguel de Allende í miðri Mexíkó endaði í fyrsta sæti. Ítalía á fimm borgir á topp 25 listanum á meðan Spánn á þrjár. 

Hér má sjá nánari umfjöllun um listana á vefsíðu CNN.

25 bestu borgir í heimi:

 • 1. San Miguel de Allende, Mexíkó. 
 • 2. Búdapest, Ungverjaland. 
 • 2. Flórens, Ítalía. 
 • 4. Salzburg, Austurríki. 
 • 5. Charleston, Suður-Karólína, Bandaríkin. 
 • 5. San Sebastián, Spánn.
 • 7. Vín, Austurríki. 
 • 8. Róm, Ítalía. 
 • 9. Siena, Ítalía. 
 • 10. Québec City, Kanada. 
 • 11. Höfðaborg, Suður-Afríka.
 • 11. Bruges, Belgía. 
 • 13. Vancouver, Kanada. 
 • 14. Kyoto, Japan. 
 • 15. Prague, Czech Republic. 
 • 15. Kraká, Pólland. 
 • 17. Victoria, Kanada. 
 • 17. Sydney, Ástralía. 
 • 17. Santa Fe, Nýja-Mexíkó, Bandaríkin. 
 • 20. Sevilla, Spánn. 
 • 20. Beirut, Líbanon. 
 • 22. París, Frakkland. 
 • 22. Melbourne, Ástralía. 
 • 24. Feneyjar, Ítalía. 
 • 24. Barcelona, Spánn.