*

Ferðalög & útivist 26. nóvember 2013

Bestu borgirnar fyrir vetrarfrí

Ísland er á meðal borga sem CNN telur tíu skemmtilegustu vetrarborgirnar um þessar mundir.

Borgarferð um vetur getur svo sannarlega lífgað upp á skammdegið. Og þá er líka eins gott að velja almennilega borg sem ljómar um vetur.

CNN birtir á vef sínum í dag tillögur sínar að skemmtilegustu vetrarborgunum og að sjálfsögðu er Reykjavík á listanum. Í greininni er þó tekið fram að borgirnar á listanum séu ekkert endilega þær frábærustu í heimi en yfir vetrartímann tekst þeim þó að sannfæra fólk um að þær séu einmitt það.

Í umfjölluninni um Ísland er meðal annars mælt með heimsókn niður á Tjörn að skauta eða rölta í næsta bakarí eða kaffihús og smakka á rúgbrauði. Þá er mælt með ferð í sundlaugarnar í frostinu. Og hvar á að gista? Á Hótel Marína samkvæmt CNN.

Borgirnar tíu á lista CNN eru:

  • Prag, Tékklandi. 
  • Salsburg, Austurríki. 
  • Tromsö, Noreg. 
  • Amsterdam, Holland. 
  • Nagano, Japan. 
  • Reykjavík, Ísland. 
  • Berlín, Þýskaland. 
  • Ottowa, Kanada. 
  • Washington D.C., Bandaríkin. 
  • Edinborg, Skotland.
Stikkorð: vetur  • Borgir  • Borgarferðir