*

Ferðalög & útivist 26. febrúar 2014

Bestu eyjar í heimi að mati Tripadvisor

Hinn árlegi listi Tripadvisor yfir bestu eyjar í heimi er kominn út.

Ambergris Caye hefur verið valin besta eyja í heimi af ferðasíðunni Tripadvisor í Traveller´s Choice Island Awards. Þetta er annað árið í röð sem eyjan er í fyrsta sæti á lista Tripadvisor yfir bestu eyjar í heimi.

Ambergis Caye er á mörkum Mexíkó og Belíze og þykir hin mesta náttúruparadís umkringd einu stærsta kóralrifi í heimi. Á eyjunni eru hvítar strendur, fossar, hellar og regnskógar.

Í öðru og þriðja sæti koma eyjarnar Turks og Caicos í Karíbahafi og Bora Bora í Frönsku Pólinesíu.

Listinn í heild sinni:

  1. Ambergris Caye, Belize. 
  2. Providenciales, Turks and Caicos. 
  3. Bora Bora, French Polynesia. 
  4. Marco Island, Flórida. 
  5. Lewis and Harris, Skotland. 
  6. Naxos, Grikkland. 
  7. Aitutaki, Cook eyjur. 
  8. Nosy Be, Madagaskar. 
  9. Easter Island, Síle. 
  10. Ko Tao, Tæland.

Sjá nánar á Stuff.co.nz.

Stikkorð: Tripadvisor