*

Ferðalög & útivist 18. desember 2013

Bestu flugvallarbúðir í heimi

Harrods, By Malene Birger og Shanghai Tang þykja bestu flugvallarbúðir í heimi.

Þegar komið er inn í flughafnir er fólk oft á tíðum búið að eiga stressandi ferðalag út  á völl og súra bið í innritun. Hvað er þá skemmtilegra en að rölta um flughöfn og kíkja á slæður, ilmvötn, nammi og koníak? Eða kannski bækur eða raftæki? 

Á vefsíðunni Stuff.co.nz er góður listi yfir þá flugvelli sem geyma bestu verslanirnar.

Í efsta sæti er Harrods á Heathrow flugvelli. Tekið er fram að úrvalið sé ekki jafn mikið og í móðurskipinu í Knightsbridge. En þó megi finna eitt og annað skemmtilegt í búðinni eins og gott úrval skartgripa og gúrmetmat. 

Í öðru sæti er By Malene Birger á Kastrupvelli í Kaupmannahöfn. Búðin er rómuð fyrir fallegar innréttingar, voldugt viðargólf, týpulega lýsingu og stórkostlega fallega tísku og hönnun. 

Flugvöllurinn í Hong Kong lendir í þriðja sæti með búðina Shanghai Tang.  Lúxusvörurnar frá Shanghai Tang hafa slegið í gegn síðan veldið var stofnað 1994 af athafnamanninum David Tang. 

  1. Heathrow, Harrods
  2. Kastrup, By Malene Birger
  3. Hong Kong, Shanghai Tang
  4. Singapúr Changi  flugvöllur, TWG Tea Boutique
  5. Frankfurt, Omega
  6. Dubai, Dubai Duty Free
  7. Alþjóðaflugvöllurinn í Sidney, Purely Merino
  8. Suvarnabhumi alþjóðaflugvöllurinn í Bangkok, Jim Thompson
  9. Seúl, Cheong-Kwan-Jang
  10. JFK flugvöllur í New York, Coach